Fréttir

Upphaf haustannar

Nú er heldur betur farið að styttast í það að skólastarf haustannarinnar hefjist.

Mánudaginn 18. ágúst er skólasetning kl. 10:00. Allir nemendur mæta þá á sal og eftir setningu fara nemendur með umsjónarkennurum sínum í stofur og fá frekari upplýsingar um skólareglur o.fl. þá fá nemendur afhenta hraðtöflu sem gildir fyrir þriðjudaginn.
Eftir hádegi er tölvuhjálp þar sem nemendur eru hvattir til að mæta með tölvur sínar til að komast inn á kerfin sem við notum í náminu.
Þriðjudaginn 19. ágúst
Kynning á náminu eftir hraðtöflu. Nemendur mæta kl. 8:30 og fá stutta kynningu ca 15-20 mínútur ( fyrir hvern áfanga) á öllum þeim áföngum sem þau fara í á önninni. Í kynningunni er m.a. stutt innsýn á Námsvefinn og farið yfir hvernig vinnan er sett upp í hverjum áfanga fyrir sig og til hvers er ætlast af nemendum og kennurum.
Eftir hádegi er nýnemadagur og dagskrá fyrir daginn verður tilbúin í síðasta lagi á mánudag.

Við hlökkum til að sjá ykkur í næstu viku.