Óflokkað

Styttist í skólabyrjun

Nú líður að skólabyrjun. Skrifstofa skólans opnar fimmtudaginn 7. ágúst. Skólastarf haustannarinnar hefst svo formlega mánudaginn 18. ágúst. Skólinn verður settur í fyrirlestrasal Nýheima klukkan 10. Í kjölfarið verða svo fundir með umsjónarkennurum.

Þriðjudaginn 19. ágúst verður kennt samkvæmt hraðtöflu fyrir hádegi og eftir hádegi verður dagurinn sérstaklega helgaður nýnemum. Hefðbundin kennsla hefst svo samkvæmt stundaskrá miðvikudaginn 20. ágúst.

Ef einhverjir eru að velta fyrir sér að fara í nám að þá eru hér upplýsingar um námsframboð skólans og hér hægt er að sækja um nám.