Covid-19

Skólastarf hafið í FAS

Skólastarf haustannarinnar hófst formlega í morgun með skólasetningu. Nú miðast allt skólastarf við að fylgja reglum varðandi COVID-19 og hafa verið gerðar ráðstafanir þar að lútandi í skólanum. Mikilvægast er að halda eins metra fjarlægðarmörkum og fylgja fyrirmælum um hreinlæti. Það er búið að hengja upp leiðbeiningar frá Landlæknisembættinu víða um skólann og eru allir hvattir til að lesa þær.
Margir eldri nemendur sem á vorönninni upplifðu að skólastarf færðist allt yfir í fjarnám höfðu á orði hvað það væri gott að geta mætt aftur í skólann. Það er sameiginlegt verkefni okkar allra að fylgja sem best settum reglum svo skólastarf verði sem eðlilegast.
Kennsla hófst svo eftir hádegið svo nú má segja að allt sé komið á fulla ferð í skólanum.