Skólastarf fer vel af stað
Nú er upprunnin önnur vika vorannarinnar, við tökum eftir því að daginn er tekið að lengja og sól farin að hækka á lofti.
Það er töluverð aukning í fjölda nemenda sem okkur finnst frábært. ÍSAN áfanginn, íslenskunám fyrir þá sem hafa annað móðurmál en íslensku er mjög vinsæll og ljóst að nemendur eru það margir að hópurinn er ígildi tveggja áfanga. Við þökkum fyrir jávæðar undirtektir í sveitarfélaginu og ljóst að það eru margir sem vilja nýta það tækifæri að geta boðið starfsfólki sínu kennslu í íslensku. – Umsóknir voru það margar að það þurfti að tvískipta hópnum. Þess vegna er enn hægt að bæta nokkrum nemendum. Til að sækja um nám í íslensku sem öðru máli er hægt að gera það hér
Skráningu í fjarnám í FAS lýkur 15. janúar þannig að ef það eru einhverjir sem eru að velta fyrir sér að koma í nám að þá er enn möguleiki á að bætast í hópinn. Á heimasíðu FAS er tengill sem heitir „Fjarnám“ og þar er að finna upplýsingar um námsframboð og einnig er hægt að sækja um nám undir þeim tengli.