Óflokkað

Skólastarf fer vel af stað

Nú er runnin upp þriðja vika haustannarinnar í FAS og er það samdóma álit að skólastarfið fari vel af stað. Auk hefbundinna kennslustunda þurfa nemendur að mæta fjórum sinnum í viku í vinnustund þar sem þeim gefst tækifæri til að ljúka óunnum verkefnum og geta fengið þar aðstoð við að leysa verkefnin ef þarf.

Að sögn forsvarsmanna nemendafélgasins fer félagslífið rólega af stað. Nú þegar hafa nokkrir viðburðir verið skipulagðir þar sem markmiðið er að hafa gaman saman. Það er mjög mikilvægt að nemendur skólans mæti á viðburði bæði til að skemmta sér og ekki síður til að kynnast öðrum nemendum.

Í næstu viku er svo fyrirhugaður foreldrafundur þar sem skólastarfið verður kynnt. Foreldrar og forráðamenn mun fá sendan póst með nánari upplýsingum.