Óflokkað

Pizzuveisla á Nýtorgi

Meðal þess sem kom fram á barna- og ungmennaþingi í síðasta mánuði var að það mættu vera meiri samskipti á milli grunnskólans og FAS. Að sjálfsögðu viljum við efla samskiptin. Þá er góð leið að gera eitthvað sem kætir bæði lund og maga. Hún Sigrún okkar í kaffiteríunni er snillingur í matargerð og alltaf til í að töfra eitthvað fram. Það þekkjum við vel í FAS.

Í hádeginu í dag var nemendum 10. bekkjar, nemendum FAS og starfsfólki boðið í hádegisverð á Nýtorgi. Þar hafði Sigrún töfrað fram nokkrar tegundir af pizzum og einnig var hægt að fá sér af salatbarnum. Það var ekki annað að sjá en allir væru sáttir og gestirnir okkar úr grunnskólanum höfðu orð á því hvað maturinn væri góður. Það ættu því allir að ganga saddir og sælir inn í seinni hluta dagsins og sinna þeim verkefnum sem bíða.

Takk fyrir komuna og við hlökkum til næsta hittings. Hér má sjá nokkrar myndir frá veislunni góðu.