Fréttir

Óvænt söguheimsókn

Af og til detta inn til okkar óvæntir gestir og nýlega kom til okkar franskur ferðalangur sem segir sögur og spilar á hljóðfæri.
Hann Samuel hefur ferðast um í mörg ár með ekkert nema bakpokann og líruna og kynnt fyrir öllum sem vilja hlusta, söguarfinn frá Bretagne í Frakklandi, þaðan sem hann er ættaður í tónum og sögum.
Samuel er nýbúinn að eiga leið um Höfn og kom við hjá okkur í FAS og fékk að fara inn í tíma og segja nemendum nokkrar af þessum sögum. Nemendur tóku mjög vel á móti honum og kunnu vel að meta þessa óvæntu heimsókn.