Óflokkað

Nýtt skilti fyrir FAS

Við heyrum það alltaf af og til að fólk sem kemur í Nýheima og á erindi í skólann veit ekki hvar Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu er staðsettur.

Í morgun var sett upp þetta forláta skilti og fest á vegginn hjá stiganum á leiðinni upp.  Nú ætti að vera auðvelt að sjá hvar FAS er til húsa.

Meðfylgjandi mynd var tekin þegar var verið að leggja lokahönd á verkið.