Óflokkað

Nýr sófi í nemendarými

Á barna- og ungmennaþingi í síðasta mánuði komu fram margar ábendingar um hvað mætti bæta og laga. Ein ábendingin var að það mætti bæta aðstöðu í nemendarými í FAS. Nú hefur verið brugðist við því og í dag kom nýr sófi í hús. Nokkrir nemendur notuðu löngu pásuna til að setja sófann saman og að því loknu var auðvitað komið að því að prófa hann. Ekki er annað að sjá en það fari ljómandi vel um nemendur. Á næstunni stendur til að bæta nemendarými enn frekar. Hér má sjá nokkrar myndir frá því þegar sófarnir voru settir saman.

Það eru góð samskipti á milli grunnskólans og FAS en það kom fram á þinginu að þau mættu vera enn meiri. Næsta þriðjudag er nemendum 10. bekkjar boðið í pizzuveislu í FAS. Þetta er fyrsta skrefið í að kynna skólann fyrir væntanlegum nemendum.