Fréttir

Jólafrí og upphaf vorannar

Skólastarfi haustannarinnar í FAS er nú formlega lokið og allar einkunnir eiga að vera komnar í INNU.

Skólastarf vorannar hefst þriðjudaginn 4. janúar en þá verður skólinn settur klukkan 10. Umsjónarfundur verður sama dag klukkan 10:30 og er mikilvægt að nemendur mæti þar. Kennsla hefst svo miðvikudaginn 5. janúar samkvæmt stundaskrá.

Starfsfólk FAS sendir nemendum sem og landsmönnum öllum bestu óskir um gleðileg jól og farsæld á komandi ári.