Óflokkað

Guðjón Ragnar Jónasson nýr skólameistari FAS

Í síðustu viku skipaði Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra, Guðjón Ragnar Jónasson í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Austur-Skaftafellssýslu til fimm ára frá 1. nóvember næstkomandi. Fyrir starfsfólk og nemendur FAS var það orðið langþráð að fá að vita hver yrði næsti skólameistari.

Við bjóðum Guðjón Ragnar velkominn í starfið og hlökkum til samvinnu á komandi tímum.

Nánar er hægt að lesa um starfsferil Guðjóns Ragnars í frétt frá Stjórnarráðinu