Fréttir af starfsbraut
Skólasetningin var 18. ágúst. Þegar skólinn byrjaði voru fimm nemendur skráðir á starfsbraut. Við byrjuðum önnina á að kynnast hvert öðru og starfsbrautinni sjálfri. Dagarnir hafa verið stuttir en samt mjög góðir og satt best að segja mjög áhugaverðir.
Við erum búin að fara í ýmis fög en eitt stendur sérstaklega upp úr hjá einum okkar, og það er einfaldlega stærðfræði. Hjá hinum eru öll fögin skemmtileg.
Það eru líka góðar pásur sem eru oft nýttar í ýmislegt, t.d. eins og púsl, billjard og sumir fara í fótboltaspil.
Við elskum að hreyfa okkur. Við förum stundum út fyrir veggi skólans og förum kannski í körfubolta. Og einu sinni í haust fórum við að Heinabergsjökli.
Á starfsbrautinni er gert ráð fyrir að nemendur haldi áfram að byggja upp sjálfstæði, auki ábyrgð og efla samskiptahæfni.
Skrifað af nemendum á starfsbraut