Óflokkað

Fjarnám í FAS

Núna hefur verið opnað fyrir umsóknir í fjarnám í FAS. Hér er að finna mikilvægar upplýsingar um fjarnámið. Hægt er að sækja um nám til 15. janúar 2026.

Þeir nemendur sem hafa áhuga á því að ljúka stúdentsprófi frá FAS eru skráðir á fjarnámsbraut. 

Einnig er í boði að stunda nám í stökum áföngum. Upplýsingar um áfanga í boði á vorönn 2026 er hægt að nálgast hér. Athugið að þótt áfangi sé í boði er ekki fullvíst að hann verði kenndur þar sem tiltekinn fjölda þarf til að hann fari af stað.

Það er góður kostur að velja fjarnám í FAS. Kennarar leitast við að veita persónulega þjónustu sem hentar hverjum og einum.