FAS sigraði í gær
Það var gaman að fylgjast með Gettu betur í gærkveldi þegar FAS og FÍV öttu kappi. Viðureignin hófst reyndar seinna en ráð var fyrir gert því koma þurfti búnaði frá RÚV til skólanna. En útsendingin gekk að óskum og nokkur fjöldi áheyrenda var á Nýtorgi til að fylgjast með.
Að loknum hraðaspurningum var staðan jöfn og ljóst að keppnin yrði spennandi. Þegar yfir lauk hafði FAS náð 15 stigum en FÍV 11 og ljóst að FAS væri komið áfram í næstu umferð sem okkur finnst frábært. Til hamingu með flotta frammistöðu krakkar.
Eftir viðureignina var dregið í 16 liða úrslit sem fara fram í næstu viku. FAS dróst á móti FVA sem er Fjölbrautaskóli Vesturlands. Þau munu etja kappi 19. janúar og sú keppni verður send út á Rás 2. Að sjálfsögðu segjum við frá því þegar nær dregur.