Óflokkað

Dagur hinna dauðu

Á þessum árstíma eru margir sem minnast þeirra sem horfnir eru á braut. Í Mexikó er dauðinn talinn hluti af lífinu, og hinir látnu hluti af okkur. Nemendur í spænsku kynntu sér málið og settu saman „ofrenda“ – eða altari til að minnast þeirra ástvina sem eru farnir. Þetta er ekki þó raunverulegt altari, og hér syrgjum við ekki.

Sagan á bak við „ofrenda“ er að 2. nóvember koma horfnir ástvinir frá „mictlan“ eða landi dauðans og njóta þess að koma í heimsókn. Það er þó einungis hægt ef það er búið að setja mynd á þeim á altarið. Það er verið að leggja borð lagt fyrir heimkomu, og um stund eru engir dauðir né lifandi – bara við.

Þetta er skemmtilegt innlegg í kennsluna í FAS og bæði nemendur í spænsku sem og aðrir í skólanum kynntust framandi siðum. Spænskuhópurinn vill koma á framfæri þakklæti til allra þeirra sem tóku þátt í þessu í FAS.