Óflokkað

Áfangi í fjármálalæsi

Á þessari önn er verið að kenna eftir nýju skipulagi í FAS. Nokkrir nýir áfangar hafa bæst við á námsbrautir nemenda. Einn þeirra áfanga er Fjármálalæsi þar sem nemendur læra margt tengt fjármálum. Þar má t.d. nefna ýmislegt tengt sparnaði, lánum, vöxtum, verðbólgu og eins hvernig á að lesa úr launaseðlum.

Á þriðjudaginn fóru nemendur í áfanganum í heimsókn í Landsbankann. Þar tók Guðrún Ósk fjármálastjóri á móti hópnum. Hún var með gott innlegg sem tengdi vel hugtökin sem nemendur hafa verið að fjalla um við raunveruleikann. Nemendur voru ánægðir með heimsóknina og ekki síður súkkulaðið sem var boðið upp á.

Við þökkum kærlega fyrir góðar móttökur og gott innlegg.