Gettu betur í kvöld
Nú er komið að annarri umferð í Gettu betur en eins og við höfum sagt frá áður sigraði lið FAS lið FÍV í fyrstu umferð. Keppnin hefur nú færst yfir á Rás 2 og því hægt að hlusta þar.
FAS keppir í kvöld við FVA sem er Fjölbrautaskóli Vesturlands. Eins og síðast verður lið FAS staðsett í Nýheimum. Því geta áhorfendur komið og fylgst með. Keppnin milli skólanna hefst klukkan 20:50 og þeir sem ætla að fylgjast með á staðnum þurfa að vera komin a.m.k. 10 mínútum fyrir útsendingu.
Við sendum okkar fólki bestu óskir um gott gengi og hvetjum alla til að fylgjast með, annað hvort á staðnum eða í útvarpi. Meðfylgjandi mynd var tekin fyrir helgi þegar liðið var að æfa sig.