Áfram Ísland!!
Það er jafnan mikil stemning á Íslandi þegar strákarnir okkar í handbolta taka þátt í stórmótum. Og það á líka við í FAS. Þar er mikill stuðningur við liðið bæði á meðal nemenda og kennara.
Í dag keppir liðið sinn fyrsta leik á EM þegar liðið mætir Ítalíu og hefst sá leikur klukkan 17:00.
Það var boðið upp á Kahoot spurningakeppni í löngu pásunni í morgun þar sem allar spurningarnar tengdust handbolta. Til mikils var að vinna því sá sem sigraði hlaut matarkort í verðlaun. Þegar keppni lauk var ljóst að Aðalsteinn hafði borið sigur úr býtum og á nú 10 máltíðir í kaffiteríunni. Í öðru sæti var Jóhann Bergur og Sindri í því þriðja.
Að sjálfsögðu hvetjum við alla til að fylgjast með handboltanum næstu tvær vikurnar. Áfram Ísland!!
Hér má sjá nokkrar myndir frá því í morgun.