Óflokkað

Jólaljósin kæta og bæta

Líklega taka nú flestir eftir því að daginn er farið að stytta verulega enda aðeins um mánuður í vetrarsólstöður. Það er myrkur þegar við mætum í skólann og farið að skyggja verulega þegar skóla lýkur á daginn. Það er því upplagt að lífga aðeins upp á skammdegið með alls kyns jólaljósum sem bæta og kæta.

Í gær var sameiginlegur tími fyrir skreytingar í Nýheimum þar sem allir lögðust á eitt að koma húsinu í jólabúning. Eina sem vantar nú eru aðventuljósin en þau verða tendruð um næstu helgi en fyrsti sunnudagur í aðventu er 30. nóvember.

Það er orðin nokkurs konar hefð í húsinu að klæðast jólapeysum þegar húsið er fært í jólabúning. Hér má sjá nokkrar myndir frá því í gær.