Vöfflukaffi í boði neðri hæðar
Í dag var komið að þriðja sameiginlega kaffiboði hússins á haustönninni. Það voru íbúar á neðri hæð Nýheima sem sáu um veitingarnar að þessu sinni. Þau ákváðu að bjóða upp á vöfflur og hver og einn gat valið meðlæti eftir því sem hugurinn girntist. Það mátti sjá sultur, nutella, ávexti, rjóma og ís.
Þegar leið að löngu pásunni leyndi sér ekki hvað var í vændum því ilmandi vöfflulykt lagði um húsið og það var margt um manninn á Nýtorgi. Þessir sameiginlegu kaffitímar eru góð leið til að kynnast öðrum íbúum hússins og líta aðeins upp úr hversdagsleikanum. Við vonum svo sannarlega að þeir haldi áfram á næstu önn.
Á meðfylgjandi mynd má sjá þær Karitas Björgu og Karitas Diljá gæða sér á vöfflum.