Óflokkað

Nemendur bjóða í kaffi

Í dag var komið að öðrum sameiginlegum kaffitíma haustannarinnar á Nýtorgi. Að þessu sinni voru það nemendur sem buðu upp á veitingar. Og það var ýmislegt gómsætt í boði.

Það er gaman að sjá að íbúar hússins láta sig ekki vanta á þessa sameiginlegu kaffitíma, bæði til að skrafa aðeins saman og eins til að njóta þess sem er boðið upp á.

Á meðfylgjandi mynd má sjá þær Agnesi og Heiðu Vilborgu virða fyrir sér kræsingarnar.