Óflokkað

Gullmoli á föstudegi

Við þekkjum það öll þegar er farið í tiltekt að ýmislegt kemur í ljós. Á þessari önn er verið að „taka til“ í myndasafni skólans og það má með sanni segja að það kemur alls konar í ljós og margt rifjast upp.

Í dag var verið að fara yfir myndasafnið frá vorönn 2015 og eins og alltaf á vorönn er haldin árshátíð FAS. Og þá er margt gert til að skemmta sjálfum sér og öðrum. Á þessu ári létu kennarar ekki sitt eftir liggja og mættu með skemmtiatriði. Það þótti þá vissara að taka efnið upp því ekki var víst að allir leikarar myndu standa sig á sviði. Og nú erum við þakklát að geta hlegið að þessu í dag.

Við hvetjum ykkur til að horfa á þetta stutta myndband. Þið ættuð nú að kannast við flesta sem koma fyrir í því.

Góða skemmtun og góða helgi.