Kaffiboð á Nýtorgi

Undanfarin ár hafa íbúar Nýheima skipst á að bjóða til kaffisamsætis á Nýtorgi og hefur verið stefnt að því að halda þessi boð þrisvar til fjórum sinnum á önn. Tilgangurinn er að íbúar hússins kynnist og viti hverjir af öðrum.
Það voru kennarar og starfsfólk FAS sem riðu á vaðið í dag og buðu upp á alls kyns kræsingar. Aðrir íbúar hússins létu sig ekki vanta og það var líflegt á Nýtorgi í löngu pásunni.