Nemendaráð býður í vöfflur

Eftir hádegismatinn bauð nemendaráð FAS öllum nemendum og starfsfólki sem var í húsi upp á nýbakaðar vöfflur. Með því vildu forsvarsmenn nemendafélgsins kynna sig og starfið framundan. Þá mættu líka formenn klúbba og sögðu frá því hvaða klúbbar eru nú þegar farnir af stað.
Í kvöld er fyrsti viðburður hjá nemendum og er það „rúntklúbburinn“ sem stendur fyrir bílafeluleik. En bílafeluleikur hefur verið afar vinsæll í mörg ár. Hægt er að fylgjast með upplýsingum um viðburði á Instagram reikning nemendafélagsins.
Við hvetjum alla og þó sérstaklega nýnema til að vera með í kvöld og hafa gaman saman.