Óflokkað

Helga Kristey hlaut Raungreinaverðlaun HR

Í vor veitti Háskólinn í Reykjavík 27 nýstúdentum verðlaun fyrir framúrskarandi árangur í raungreinum. Þetta eru bókaverðlaun og ef verðlaunahafar kjósa að hefja nám við HR fá þeir niðurfelld skólagjöld fyrstu önnina.

Það er okkur í FAS mikið gleðiefni að sjá einn af útskriftarnemendum okkar í FAS í þessum hópi. Það er Helga Kristey Ásgeirsdóttir sem í vor útskrifaðist af Náttúru- og raunvísindabraut. Við óskum Helgu Kristeyju innilega til hamingju með þennan heiður.
Hér má lesa nánar um hverjir hlutu Raungreinaverðlaunin HR að þessu sinni.