Óflokkað

Skólastarf haustannarinnar hafið í FAS

Skólastarf haustannarinnar hófst formlega í morgun. Í byrjun hittust nemendur og kennarar í fyrirlestrasal Nýheima þar sem skólinn var settur. Að því loknu hittu nemendur umsjónarkennara sína þar sem var farið yfir það markverðasta sem er framundan.

Klukkan 13 í dag verður tæknifundur í stofu 204. Þar verða nemendur aðstoðaðir við að komast inn í kerfi skólans. Við hvetjum alla til að nýta sér þessa aðstoð því það er mjög mikilvægt að hafa aðgang að öllum kerfum skólans sem fyrst.

Bóksalan verður eins og áður á bókasafninu og opnar klukkan 13 í dag.

Á morgun verður kennt eftir svokallaðri hraðtöflu á milli 8:30 og 11:50. Þá hitta nemendur kennara í sínum greinum og það verður m.a. farið yfir áætlanir í hverjum áfanga og hvernig námið er sett upp í áfanganum.

Eftir hádegi á morgun verður nýnemadagur og það er nemendaráð sem skipuleggur dagskrána.

Við hlökkum til komandi skólaárs og vonum að það verði bæði gott og gefandi fyrir alla.