Í dag lýkur starfi haustannar formlega og allar einkunnir eiga að vera komnar í INNU. Þá er líka komið jólafrí og er það orðið langþráð hjá mörgum að geta aðeins slakað á eftir lokamatsdagana.
Skólastarf vorannar hefst föstudaginn 5. janúar klukkan 8:30 og þá verður kennt eftir hraðtöflu þar sem verður farið yfir skipulag annarinnar í hverjum áfanga. Hefðbundin kennsla hefst svo mánudaginn 8. janúar.
Starfsfólk FAS sendir nemendum sínum sem og landsmönnum öllum bestu óskir um gleðilega jólahátíð og farsæld á nýju ári.