Skólafundir
Í 9. grein laga um framhaldsskóla er kveðið á um skólafundi. Skólafundur er fundur allra starfsmanna og nemendaráðs. Skólafundur er haldinn einu sinni á ári og oftar ef þurfa þykir. Halda skal skólafund ef þriðjungur starfsmanna eða meirihluti nemenda krefst þess. Skólameistari boðar fund, skipuleggur hann og stýrir honum. Á skólafundi eru ræddar stefnumótandi ákvarðanir skólans. Fundargerðir skólafunda eru lagðar fram í skólanefnd. Fundargerðir eru prentaðar út ásamt fylgiskjölum og settar í möppu á vinnusvæði starfsmanna.