Samstarfsnefnd
Í kjarasamningi fjármálaráðherra og Kennarasambands Íslands er ákvæði um samstarfsnefnd. Í samstarfsnefnd eru tveir fulltrúar frá stjórnendum skólans og tveir frá kennurum. Samstarfsnefnd fjallar um forsendur starfaflokkunar, röðun starfa í launaflokka og önnur mál sem hún ákveður að taka á dagskrá. Skólameistari velur fulltrúa skólastjórnenda í samstarfsnefnd og kennarafélag skólans velur fulltrúa kennara. Samstarfsnefnd gerir stofnanasamning. Fundargerðir samstarfsnefndar eru ritaðar í fundargerðabók sem er geymd á skrifstofu skólameistara.