Fræðsla um heilbrigðan lífsstíl

14.mar.2022

Í síðustu viku fengu nemendur í heilsufræðiáföngum skólans heimsókn frá Lyfjaeftirliti Íslands. Það var Birgir Sverrisson sem kom til okkar og var með fræðslu um hlutverk og skyldur Lyfjaeftirlitsins. Hann fór almennt yfir stöðuna en beindi svo sjónum sínum sérstaklega að ólöglegum lyfjum innan íþróttagreina og afleiðinga af notkun þeirra. Þá talaði hann sérstaklega um orkudrykki og hversu fljótt þeir geta orðið ávanabindandi. Enn er lítið vitað um langtímaáhrif af inntöku orkudrykkja.

Í dag hélt svo Erla Björnsdóttir fyrirlestur um mikilvægi svefns og talaði sérstaklega um mikilvægi þess að ungt fólk sofi nægilega. Í máli sínu fór Erla yfir fjögur stig svefns og mikilvægi þess að öllum stigunum fjórum sé náð. Þá kom fram að skjátímanotkun stuttu fyrir svefn getur haft áhrif á gæði svefnsins. Því hvetjum við alla til að huga að eigin svefnvenjum og hvernig megi auðveldlega bæta þær. Erla er með heimasíðuna Betri svefn og hvetjum við alla til að skoða hana því þar er margar góðar ráðleggingar að finna.

Við þökkum gestunum kærlega fyrir þeirra innlegg og vonum að það hvetji til heilbrigðari lífsstíls því heilsan er eitt það mikilvægasta sem við eigum.

Aðrar fréttir

Staðan í fjallamennskunámi FAS

Staðan í fjallamennskunámi FAS

Nú er ljóst að námi í fjallamennsku í FAS í núverandi mynd er lokið og ekki verða innritaðir nemendur í námið á næstu haustönn. Sagan í tengslum við námið er orðin nokkuð löng og það hefur verið endurskrifað nokkrum sinnum með það fyrir augum að bæta námið og aðlaga...

FAS á Austfirsku Ólympíuleikunum

FAS á Austfirsku Ólympíuleikunum

Fyrir margt löngu var margs konar samstarf á milli framhaldsskólanna á Austulandi. Þar á meðal voru Austfirsku Ólympíuleikarnir þar sem nemendur skólanna hittust og áttu góðar stundir saman í alls konar leikjum. Þessi viðburður lagðist af fyrir mörgum árum en það...

Nemendur bjóða í kaffi

Nemendur bjóða í kaffi

Í morgun var komið að næsta sameiginlega kaffi á Nýtorgi og auðvitað mæltist það vel fyrir í húsinu. Að þessu sinni voru það nemendur sem sáu um veitingarnar en nutu aðstoðar Sigrúnar við að skera niður kökur. Margt var skrafað og allir gengu saddir og sælir frá...