Fræðsla um heilbrigðan lífsstíl

14.mar.2022

Í síðustu viku fengu nemendur í heilsufræðiáföngum skólans heimsókn frá Lyfjaeftirliti Íslands. Það var Birgir Sverrisson sem kom til okkar og var með fræðslu um hlutverk og skyldur Lyfjaeftirlitsins. Hann fór almennt yfir stöðuna en beindi svo sjónum sínum sérstaklega að ólöglegum lyfjum innan íþróttagreina og afleiðinga af notkun þeirra. Þá talaði hann sérstaklega um orkudrykki og hversu fljótt þeir geta orðið ávanabindandi. Enn er lítið vitað um langtímaáhrif af inntöku orkudrykkja.

Í dag hélt svo Erla Björnsdóttir fyrirlestur um mikilvægi svefns og talaði sérstaklega um mikilvægi þess að ungt fólk sofi nægilega. Í máli sínu fór Erla yfir fjögur stig svefns og mikilvægi þess að öllum stigunum fjórum sé náð. Þá kom fram að skjátímanotkun stuttu fyrir svefn getur haft áhrif á gæði svefnsins. Því hvetjum við alla til að huga að eigin svefnvenjum og hvernig megi auðveldlega bæta þær. Erla er með heimasíðuna Betri svefn og hvetjum við alla til að skoða hana því þar er margar góðar ráðleggingar að finna.

Við þökkum gestunum kærlega fyrir þeirra innlegg og vonum að það hvetji til heilbrigðari lífsstíls því heilsan er eitt það mikilvægasta sem við eigum.

Aðrar fréttir

Skólastarf vorannar komið á skrið

Skólastarf vorannar komið á skrið

Nú er skólastarf vorannarinnar óðum að taka á sig mynd. Það hófst á mánudag en þá var farið yfir áfanga vorannarinnar samkvæmt hraðtöflu. Kennsla hófst svo samkvæmt stundaskrá í gær, þriðjudag. Ef það eru einhverjir enn að velta fyrir sér að skrá sig í fjarnám að þá...

Jólafrí og upphaf vorannar

Jólafrí og upphaf vorannar

Í dag lýkur starfi haustannar formlega og allar einkunnir eiga að vera komnar í INNU. Þá er líka komið jólafrí í skólanum sem er örugglega kærkomið hjá flestum. Skólastarf vorannar hefst mánudaginn 6. janúar klukkan 8:30 en þá eiga nemendur að mæta hjá...

Námskeið í landvörslu í FAS

Námskeið í landvörslu í FAS

Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu (FAS) býður upp á námskeið í landvörslu á vorönn 2025 og hljóta þau sem standast áfangann réttindi í landvörslu. Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir. FAS fékk hefur leyfi Umhverfisstofnunar til að kenna þetta námskeið. Námið...