Fræðsla um heilbrigðan lífsstíl

14.mar.2022

Í síðustu viku fengu nemendur í heilsufræðiáföngum skólans heimsókn frá Lyfjaeftirliti Íslands. Það var Birgir Sverrisson sem kom til okkar og var með fræðslu um hlutverk og skyldur Lyfjaeftirlitsins. Hann fór almennt yfir stöðuna en beindi svo sjónum sínum sérstaklega að ólöglegum lyfjum innan íþróttagreina og afleiðinga af notkun þeirra. Þá talaði hann sérstaklega um orkudrykki og hversu fljótt þeir geta orðið ávanabindandi. Enn er lítið vitað um langtímaáhrif af inntöku orkudrykkja.

Í dag hélt svo Erla Björnsdóttir fyrirlestur um mikilvægi svefns og talaði sérstaklega um mikilvægi þess að ungt fólk sofi nægilega. Í máli sínu fór Erla yfir fjögur stig svefns og mikilvægi þess að öllum stigunum fjórum sé náð. Þá kom fram að skjátímanotkun stuttu fyrir svefn getur haft áhrif á gæði svefnsins. Því hvetjum við alla til að huga að eigin svefnvenjum og hvernig megi auðveldlega bæta þær. Erla er með heimasíðuna Betri svefn og hvetjum við alla til að skoða hana því þar er margar góðar ráðleggingar að finna.

Við þökkum gestunum kærlega fyrir þeirra innlegg og vonum að það hvetji til heilbrigðari lífsstíls því heilsan er eitt það mikilvægasta sem við eigum.

Aðrar fréttir

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Í dag fór fram útskrift frá FAS. Að þessu sinni útskrifast 10 stúdentar og 16 nemendur úr gunnnámi fjallamennsku. Nýstúdentar eru; Almar Páll Lárusson, Amylee Vitoria Da Silva Trindade, Anna Lára Grétarsdóttir, Atli Steinar Siggeirsson, Filip Orzedowski, Guðjón Arnar...

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Síðasti áfangi í grunnnámi Fjalla-FAS, Lokaferð, kláraðist í vikunni. Í þeim áfanga skipuleggja nemendur í sameiningu sína eigin ferð og leiða hana og kennarar eru þeim innan handar. Nemendur fá tækifæri til að sýna fram á þá færni sem þau hafa öðlast í náminu í...

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Níu annars árs nemendur fóru með þeim Dan Saulite og Ívari F. Finnboga í átta daga vetrarleiðangur á Vatnajökul 15. til 22. maí. Hópurinn fór upp Skáfallsjökul og náði í Grímsvötn á fjórða degi í frábæru veðri. Daginn eftir var brostið á með stormi sem stóð í tvo daga...