Vel heppnuð árshátíð

11.mar.2022

Árshátíð FAS var haldin í gærkveldi og fór vel fram. Hún hafði að mestu verið undirbúin á opnum dögum fyrr í þessum mánuði. Það eru einkum þrír hópar sem bera hitann og þungann af skipulagningu árshátíðarinnar en það eru; nemendaráð, skemmtinefnd og skreytinganefnd. Afrakstur vinnunnar fengum við hin svo að sjá í Sindrabæ í gær þar sem salurinn var vel skreyttur og öll umgjörð til fyrirmyndar.

Mörg skemmtiatriði voru heimatilbúin en Auddi Blö og Steindi Jr voru fengnir til að vera veislustjórar og þeim fórst það ljómandi vel úr hendi. Að lokinni dagskrá var ball og þar skemmtu sér allir hið besta.

[modula id=“14071″]

Aðrar fréttir

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Í dag fór fram útskrift frá FAS. Að þessu sinni útskrifast 10 stúdentar og 16 nemendur úr gunnnámi fjallamennsku. Nýstúdentar eru; Almar Páll Lárusson, Amylee Vitoria Da Silva Trindade, Anna Lára Grétarsdóttir, Atli Steinar Siggeirsson, Filip Orzedowski, Guðjón Arnar...

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Síðasti áfangi í grunnnámi Fjalla-FAS, Lokaferð, kláraðist í vikunni. Í þeim áfanga skipuleggja nemendur í sameiningu sína eigin ferð og leiða hana og kennarar eru þeim innan handar. Nemendur fá tækifæri til að sýna fram á þá færni sem þau hafa öðlast í náminu í...

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Níu annars árs nemendur fóru með þeim Dan Saulite og Ívari F. Finnboga í átta daga vetrarleiðangur á Vatnajökul 15. til 22. maí. Hópurinn fór upp Skáfallsjökul og náði í Grímsvötn á fjórða degi í frábæru veðri. Daginn eftir var brostið á með stormi sem stóð í tvo daga...