Vel heppnuð árshátíð

11.mar.2022

Árshátíð FAS var haldin í gærkveldi og fór vel fram. Hún hafði að mestu verið undirbúin á opnum dögum fyrr í þessum mánuði. Það eru einkum þrír hópar sem bera hitann og þungann af skipulagningu árshátíðarinnar en það eru; nemendaráð, skemmtinefnd og skreytinganefnd. Afrakstur vinnunnar fengum við hin svo að sjá í Sindrabæ í gær þar sem salurinn var vel skreyttur og öll umgjörð til fyrirmyndar.

Mörg skemmtiatriði voru heimatilbúin en Auddi Blö og Steindi Jr voru fengnir til að vera veislustjórar og þeim fórst það ljómandi vel úr hendi. Að lokinni dagskrá var ball og þar skemmtu sér allir hið besta.

[modula id=“14071″]

Aðrar fréttir

Skólastarf vorannar komið á skrið

Skólastarf vorannar komið á skrið

Nú er skólastarf vorannarinnar óðum að taka á sig mynd. Það hófst á mánudag en þá var farið yfir áfanga vorannarinnar samkvæmt hraðtöflu. Kennsla hófst svo samkvæmt stundaskrá í gær, þriðjudag. Ef það eru einhverjir enn að velta fyrir sér að skrá sig í fjarnám að þá...

Jólafrí og upphaf vorannar

Jólafrí og upphaf vorannar

Í dag lýkur starfi haustannar formlega og allar einkunnir eiga að vera komnar í INNU. Þá er líka komið jólafrí í skólanum sem er örugglega kærkomið hjá flestum. Skólastarf vorannar hefst mánudaginn 6. janúar klukkan 8:30 en þá eiga nemendur að mæta hjá...

Námskeið í landvörslu í FAS

Námskeið í landvörslu í FAS

Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu (FAS) býður upp á námskeið í landvörslu á vorönn 2025 og hljóta þau sem standast áfangann réttindi í landvörslu. Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir. FAS fékk hefur leyfi Umhverfisstofnunar til að kenna þetta námskeið. Námið...