Árshátíð FAS var haldin í gærkveldi og fór vel fram. Hún hafði að mestu verið undirbúin á opnum dögum fyrr í þessum mánuði. Það eru einkum þrír hópar sem bera hitann og þungann af skipulagningu árshátíðarinnar en það eru; nemendaráð, skemmtinefnd og skreytinganefnd. Afrakstur vinnunnar fengum við hin svo að sjá í Sindrabæ í gær þar sem salurinn var vel skreyttur og öll umgjörð til fyrirmyndar.
Mörg skemmtiatriði voru heimatilbúin en Auddi Blö og Steindi Jr voru fengnir til að vera veislustjórar og þeim fórst það ljómandi vel úr hendi. Að lokinni dagskrá var ball og þar skemmtu sér allir hið besta.
[modula id=“14071″]