Fréttir

AIMG Jöklaleiðsögn 1

Það er alltaf nóg að gera á vormánuðum í Fjallamennskunáminu. Í síðustu viku luku nemendur námskeiðinu Jöklaleiðsögn 1 sem haldið var á skriðjöklum í Öræfum. 

AIMG Jöklaleiðsögn 1 er staðlað námskeið sem haldið er í samvinnu við Félag Fjallaleiðsögumanna á Íslandi (AIMG). Námskeiðið miðar að því að undirbúa nemendur fyrir að vinna á skriðjöklum við leiðsögn. Farið er í sprungubjörgun og ísklifur, en megináherslan er á leiðsöguhliðina; samskipti við gesti, leiðaval, leiðsögutækni og áhættustýringu. 

Námskeiðið tókst vel og stóðu nemendur sig með prýði. Næstu skref hjá hópnum verða alpaferð, valnámskeið í klettaklifri og kayak og svo hæfniferð, en það er vikulöng lokaferð sem nemendur skipuleggja sjálfir með kennurum. 

 Íris Ragnarsdóttir Pedersen