Hæfniferð í fjallamennskunáminu

27.maí.2021

Fyrri lokaferð fjallamennskunáms FAS var farin á dögunum 3. – 9. maí síðastliðinn. Ferðin heppnaðist með eindæmum vel og völdu nemendurnir sér mjög áhugaverð og viðeigandi verkefni. Fyrst var gengið frá Núpsstaðaskógi í Skaftafell á þremur dögum. Gengið var upp með Núpsá, í gegnum Núpstaðaskóg og upp bratt Skessutorfugljúfrið. Þá var gist á Eggjum, nálægt Skeiðarárjökli. Daginn eftir var hinn mikli Skeiðarárjökull þveraður og tjaldað undir Færneseggjum, á tjaldsvæði sem hefur oft verið nefnt Svalirnar. Það er hæglega hægt að segja að þar er um að ræða eitt einstakasta tjaldsvæði landsins. Á degi þrjú gengum við upp Skaftafellsfjöll á Blátind (1177 m) og þá niður í  Bæjarstaðaskóg og yfir Morsárdal í Skaftafell.

Eftir gönguna var tekinn hvíldardagur til að undirbúa sig fyrir næsta verkefni. Leigður var bíll frá Local Guide, ekið inn í Kálfafellsdal og gengið upp hina spennandi leið á Þverártindsegg. Gangan gekk vel og var mikið fagnað við að ná að klífa þennan fallega tind.

Það var erfitt að skilja við hópinn eftir frábæran vetur, en nemendur hafa myndað þétt vinatengsl eftir ævintýri ársins. Þetta er sannarlega sterkur útskriftarhópur og það verður gaman að sjá hvað þau munu taka sér fyrir hendur í fjallamennsku í framtíðinni.

Ástvaldur Gylfason, Elín Lóa og Íris Ragnarsdóttir.

[modula id=“12824″]

Aðrar fréttir

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Í dag fór fram útskrift frá FAS. Að þessu sinni útskrifast 10 stúdentar og 16 nemendur úr gunnnámi fjallamennsku. Nýstúdentar eru; Almar Páll Lárusson, Amylee Vitoria Da Silva Trindade, Anna Lára Grétarsdóttir, Atli Steinar Siggeirsson, Filip Orzedowski, Guðjón Arnar...

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Síðasti áfangi í grunnnámi Fjalla-FAS, Lokaferð, kláraðist í vikunni. Í þeim áfanga skipuleggja nemendur í sameiningu sína eigin ferð og leiða hana og kennarar eru þeim innan handar. Nemendur fá tækifæri til að sýna fram á þá færni sem þau hafa öðlast í náminu í...

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Níu annars árs nemendur fóru með þeim Dan Saulite og Ívari F. Finnboga í átta daga vetrarleiðangur á Vatnajökul 15. til 22. maí. Hópurinn fór upp Skáfallsjökul og náði í Grímsvötn á fjórða degi í frábæru veðri. Daginn eftir var brostið á með stormi sem stóð í tvo daga...