Staðkennsla aftur heimil

31.mar.2021

Kennsla hefst þriðjudaginn 6. apríl samkvæmt stundaskrá og staðkennsla verður með sama hætti og hún var fram að lokun þann 25. mars.

Samkvæmt reglugerð um skólahald sem gildir frá 1. – 15. apríl þá er miðað við að hámarksfjöldi í rými sé 30 manns og blöndun heimil.

Framhaldsskólar:

  • Hámarksfjöldi nemenda og starfsmanna í rými er 30.
  • Halda skal 2 metra nálægðartakmörkun milli nemenda og starfsfólks en nota grímu ella.
  • Blöndun nemenda milli hópa er heimil og starfsfólk má fara milli rýma.
  • Um viðburði tengda starfi eða félagslífi í framhaldsskóla fer eftir ákvæði um sviðslistir í reglugerð um takmörkun á samkomum vegna farsóttar.

https://www.stjornarradid.is/library/04-Raduneytin/Heilbrigdisraduneytid/ymsar-skrar/Rg%20um%20takm%c3%b6rkun%20%c3%a1%20sk%c3%b3lastarfi%20vegna%20fars%c3%b3ttar_hreint%20lokaskjal.pdf

Aðrar fréttir

Áfram halda opnir dagar

Áfram halda opnir dagar

Það hefur verið nóg um að vera á öðrum degi opinna daga í FAS. Líkt og í gær hófst dagurinn á nokkrum léttum morgunæfingum. Nemendur hafa síðan getað valið um ýmsa atburði og má þar t.d. nefna tölvuleiki, karokí, spil og pússl, snyrtibuddugerð, leiki í íþróttahúsi svo...

Opnir dagar í FAS

Opnir dagar í FAS

Í morgun hófust opnir dagar í FAS og þeir standa yfir í þrjá daga. Þessa daga er ekki hefðbundin kennsla en margt annað í boði. Kristján áfangastjóri hefur veg og vanda að skipulagi opinna daga og kennarar eru honum til aðstoðar. Dagskráin í dag hófst með léttum...

Opnir dagar í næstu viku

Opnir dagar í næstu viku

Áfram flýgur tíminn. Nú er orðið bjart þegar við mætum í skólann og jafnvel má sjá ummerki um að vorið sé í nánd. Í þessari viku hafa staðið yfir miðannarviðtöl og í næstu viku verða opnir dagar en þá er hefðbundið nám sett til hliðar og nemendur fást við eitthvað...