Fréttir

Kvikmyndasýning á hrekkjavöku

Það fór varla fram hjá nokkrum manni að um síðustu helgi var hrekkjavaka en hún nýtur sífellt vaxandi vinsælda hér á landi.

Af því tilefni efndi NemFAS til kvikmyndasýningar á mánudagskvöld í Sindrabæ þar sem hryllingsmyndin „The Visit“ var sýnd. Það var góð mæting og alsælir nemendur mauluðu á poppkorni og gosi en nemendafélagið nýtti tækifærið og var með sælgætissölu.

Vonandi hefur nemendafélagið tök á að efna til fleiri sýninga í vetur.

[modula id=“13534″]