Covid-19

Teams og fjarkennsla fimmtudag og föstudag

Nú er vitað að það er komið upp annað smit í sveitarfélaginu okkar. Á meðan það er verið að skoða stöðuna hefur verið ákveðið í FAS að bjóða upp á fjarkennslu í flestum áföngum í dag, fimmtudag og á morgun föstudag. Í einhverjum tilvikum verður þó um staðkennslu að ræða og mun hver kennari hafa samband við sína nemendur og láta vita nánar um tilhögun.
Nemendur sem vilja mega koma og vinna í skólanum en þurfa þá að sjálfsögðu að fylgja öllum reglum um grímunotkun, fjarlægðarmörk og öðrum reglum um sóttvarnir. Veitingasalan verður lokuð í dag og á morgun en opnar aftur á mánudag.
Á mánudag verður staðkennsla með grímur í húsi líkt og var í gær miðvikudag. Líklegt er að það skipulag vari fram eftir næstu viku.
Við hvetjum alla til að fara vel með sig og huga vel að eigin líðan.