Fréttir

Nýnemadagur í FAS

Nestispása í gönguferðinni í dag.

Dagurinn í dag er tileinkaður nýnemum í FAS og af því tilefni gekk stór hópur nemenda og starfsfólks fyrir Horn. Það er varla hægt að hugsa sér betri skilyrði til gönguferðar því sólin skín glatt í dag og vindur er hægur.

Rúta skutlaði hópnum að Horni þar sem lagt var af stað. Á leiðinni ber margt fyrir augu og Zophonías göngustjóri staldraði víða til að benda fólki á merkilega staði eða til að segja frá sögu svæðisins en á þessari gönguleið má segja að sagan sé á hverju strái. Að sjálfsögðu var stoppað nokkrum sinnum til að næra sig og einnig var brugðið á leik.

Að gönguferð lokinni mynduðu eldri nemendur og starfsfólk skjaldborg um nýnema og buðu þá á þann hátt velkomna í skólann. Á fésbókarsíðu skólans má sjá myndir úr ferðinni.