🧟‍♂️🧟‍♀️ Hrekkjavaka

Hrekkjavaka (e. Halloween) er hátíðisdagur haldin 31. október og á rætur sínar að rekja til Keltnesku hátíðarinnar Samhain sem haldin var á þessum tíma árs á öldum áður og var þakkarhátíð fyrir uppskeru sumarsins og haldið upp á komu vestursins.

Samhain á sér langa sögu og óljóst hve langt aftur aldirnar má rekja uppruna hennar en sambærilegar eða svipaðar hátíðir af sama tilefni þekktust og þekkjast enn víða í Evrópu á þessum tíma árs.

Hér á landi sem og um hinn Norræna og Norður-Germanska heim var haldin mikil hátíð í lok sláturtíðar að hausti og upphafi vetrar sem kallast Veturnætur og var þriggja daga át og drykkjuveisla sem náði hámarki sínu sínu Fyrsta vetrardag fyrsta dag Gormánaðar og upphafi vetrarmisseris misseristalsins.

Hrekkjavaka nefnist á enskri tungu Halloween sem er annar ritháttur fyrir Hallowe’en sem er stytting á All Hallows’ Evening eða All Hallows’ Eve eða vakan kvöldið 31. október fyrir Allraheilagramessu og er því nafn hennar á Ensku tengt kristni þótt hún verði seint talin mjög kristin hvað innihald og siði varðar.

Kristnir halda upp á Allraheilagramessu daginn eftir eða þann 1. nóvember, sem Hrekkjavakan dregur nafn sitt af þótt það hafi afbakast í tímans rás, það er Aðfangadagskvöld Allraheilagramessu, líkt og margar þjóðir og menningarsamfélög sem hafa haldið eða halda hátíðir á þessum tímamótum sumars og vetrar.

Þó að meðal kristinna sé hún bæði að formi til og innihaldi af allt öðrum meiði því á þeim degi meðal þeirra er hann sameiginlegur minningardagur píslarvotta og messudagur þeirra fjölmörgu helgu manna í kristnum sið sem ekki eiga sér eigin messudag.

▶︎ Nánar um Hrekkjavöku á Íslenska Almanaksvefnum

▶︎ Nánar um Allraheilagramessu á Íslenska Almanaksvefnum

  • 00

    days

  • 00

    hours

  • 00

    minutes

  • 00

    seconds

Date

31. okt - 2020 - 01. nóv - 2020

Time

All Day