✞ Allraheilagramessa
Allraheilagramessa er kristinn helgidagur og haldinn þann 1. nóvember. Þá er meðal kristinna sameiginlegur minningardagur píslarvotta og messudagur þeirra fjölmörgu helgu manna í kristnum sið sem ekki eiga sér eigin messudag.
Allraheilagramessa varð snemma einn af helgustu messudögum Íslensku Kaþólsku kirkjunnar og var ekki afnumin í þeirri mynd fyrr en árið 1770 eða rúmum 200 árum eftir Siðaskiptin. Voru þá textar og bænir sem messudeginum höfðu fylgt færðir til næsta sunnudags þar á eftir.
Í lögbókum miðalda er kveðið á um ölmusugjafir á Allraheilagramessu. Kann sá siður að vera í tengslum við Allrasálnamessu daginn eftir 2. nóvember. Þá gætu þessi ákvæði tengst því að eldri vetrarfagnaður hafi færst yfir á Allraheilagramessu eftir að kristni festist í sessi.
▶︎ Nánar um Allraheilagramessu og Allrasálnamessu á Íslenska Almanaksvefnum