Reglur um gistiaðstöðu á Víkurbraut 4, annarri hæð
- Heimavist Framhaldsskólans í Austur-Skaftafellssýslu (FAS) er á Víkurbraut 4.
- Gistiaðstaðan er einnig nýtt fyrir tímabundna gistingu á vegum stofnanna í Nýheimum.
- Hver stofnun Nýheima ber ábyrgð á þeim sem eru í gistiaðstöðunni á þeirra vegum.
- Nemendur heimavistar og aðrir tímabundnir íbúar nefnast íbúar heimsvistar
- Reglur þessar gilda um nemendur á heimavist FAS og aðra íbúa eftir atvikum.
- Yfirstjórn heimavistar er í höndum skólameistara. Heimavistarstjóri fer með daglega stjórn vistarinnar í umboði hans.
- Útidyr heimavistar eru ávallt læstar en nemendur hafa lykla að útidyrum og að sínu herbergi.
- Ef íbúi heimavistar hyggst dveljast utan vistar næturlangt eða fer af vistinni ber honum að tilkynna heimavistarstjóra það samkvæmt reglum sem heimavistarstjóri setur.
- Ró og næði skal vera á vistinni frá 22:30 til 7.
- Heimsóknir eru almennt ekki leyfðar eftir 20 og til 7.
- Íbúar heimavistar bera ábyrgð á þeim sem koma í heimsókn.
- Íbúar heimavistar eru ábyrgir fyrir öllum húsbúnaði og húsakynnum vistarinnar. Jafnframt er þeir ábyrgir fyrir því að herbergjum sé skilað í því ásigkomulagi sem þeir tóku við þeim. Tilkynna ber strax um óhöpp sem fyrir kunna að koma.
- Sameiginlegt rými eru gangar, stigi, baðherbergi, setustofa og eldhús.
- Hver íbúi heimavistar heldur sínu herbergi hreinu og gengur frá eftir sig í sameiginlegum rýmum.
- Íbúar heimavistar flokka sorp og tæma sorpílát eftir þörfum
- Starfsmaður FAS sér um þrif á gólfum í sameinginlegu rými og hreinlætistækjum einu sinni í viku.
- Halda skal vistarfundur með nemendum og umsjónarmanni einu sinni á viku.
- Við alvarleg eða ítrekuð minni brot getur komið til brottvísunar af heimavist.
- Allar almennar skólareglur gilda fyrir nemendur á heimavist.
- Brot á reglum heimavistar geta leitt til þess að nemendum verði vísað úr skóla.
- Rísi ágreiningur um reglur þessar ber að leggja hann fyrir skólaráð.
- Yfirfara skal heimavistarreglur árlega.
Samþykkt í skólaráði 18.10. 2018