Alexandra syngur fyrir FAS

03.apr.2024

Söngkeppni framhaldsskólanna verður haldin 6. apríl næstkomandi. Keppnin verður haldin í íþróttahúsinu Iðu á Selfossi. Að þessu sinni taka 23 keppendur þátt. Söngkeppin hefst kukkan 19:45 og verður einnig í beinni útsendingu á RÚV.

Einn keppenda er Alexandra Hernandez og hún er að að sjálfsögðu að keppa fyrir FAS. Hún ætlar að flytja frumsamið lag sem heitir Hjá mér. Alexandra hefur verið þessa vikuna syðra til að undirbúa keppnina. Hún er t.d. búin að vera í upptöku á innslögum hjá RÚV, velja fatnaðinn fyrir laugardagskvöldið og á föstudag mun hún æfa með hljómsveitinni. Hún segist vera spennt og hlakkar til að taka þátt.

Við hvetjum alla til að fylgjast með söngkeppninni í RÚV á laugardaginn og ekki síður til að kjósa Alexöndru. Til að kjósa hana þarf að velja númerið 900-9105.

Aðrar fréttir

Á leið til Finnlands

Á leið til Finnlands

Um hádegisbil í dag lagði af stað hópur nemenda ásamt tveimur kennurum áleiðis til Vaala í Finnlandi. Þessi heimsókn er hluti af Nordplus Junior verkefni sem fjallar um náttúrulegar auðlindir og nýtingu þeirra. Auk Finnlands og Íslands taka nemendur frá Noregi þátt í...

Stöðumat og miðannarsamtöl

Stöðumat og miðannarsamtöl

Síðustu daga og vikur hafa nemendur verið að skila ýmsum vinnugögnum til kennara og jafnvel að taka einhver próf. Kennarar nota svo þessi gögn til að meta stöðu nemenda og setja þær upplýsingar í INNU. Þar geta nemendur fengið einkunnirnar G (góður árangur), V...

Rötun og útivist

Rötun og útivist

Sjö daga rötunar- og útivistaráfanga FAS lauk í september þar sem nemendur skipulögðu fimm daga ferð í óbyggðum með allt á bakinu. Áherslur áfangans voru að gera nemendur færa í að skipuleggja ferð á eigin vegum, rata með mismunandi aðferðum, hópastjórnun og...