Alexandra syngur fyrir FAS

03.apr.2024

Söngkeppni framhaldsskólanna verður haldin 6. apríl næstkomandi. Keppnin verður haldin í íþróttahúsinu Iðu á Selfossi. Að þessu sinni taka 23 keppendur þátt. Söngkeppin hefst kukkan 19:45 og verður einnig í beinni útsendingu á RÚV.

Einn keppenda er Alexandra Hernandez og hún er að að sjálfsögðu að keppa fyrir FAS. Hún ætlar að flytja frumsamið lag sem heitir Hjá mér. Alexandra hefur verið þessa vikuna syðra til að undirbúa keppnina. Hún er t.d. búin að vera í upptöku á innslögum hjá RÚV, velja fatnaðinn fyrir laugardagskvöldið og á föstudag mun hún æfa með hljómsveitinni. Hún segist vera spennt og hlakkar til að taka þátt.

Við hvetjum alla til að fylgjast með söngkeppninni í RÚV á laugardaginn og ekki síður til að kjósa Alexöndru. Til að kjósa hana þarf að velja númerið 900-9105.

Aðrar fréttir

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Í dag fór fram útskrift frá FAS. Að þessu sinni útskrifast 10 stúdentar og 16 nemendur úr gunnnámi fjallamennsku. Nýstúdentar eru; Almar Páll Lárusson, Amylee Vitoria Da Silva Trindade, Anna Lára Grétarsdóttir, Atli Steinar Siggeirsson, Filip Orzedowski, Guðjón Arnar...

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Síðasti áfangi í grunnnámi Fjalla-FAS, Lokaferð, kláraðist í vikunni. Í þeim áfanga skipuleggja nemendur í sameiningu sína eigin ferð og leiða hana og kennarar eru þeim innan handar. Nemendur fá tækifæri til að sýna fram á þá færni sem þau hafa öðlast í náminu í...

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Níu annars árs nemendur fóru með þeim Dan Saulite og Ívari F. Finnboga í átta daga vetrarleiðangur á Vatnajökul 15. til 22. maí. Hópurinn fór upp Skáfallsjökul og náði í Grímsvötn á fjórða degi í frábæru veðri. Daginn eftir var brostið á með stormi sem stóð í tvo daga...