Söngkeppni framhaldsskólanna verður haldin 6. apríl næstkomandi. Keppnin verður haldin í íþróttahúsinu Iðu á Selfossi. Að þessu sinni taka 23 keppendur þátt. Söngkeppin hefst kukkan 19:45 og verður einnig í beinni útsendingu á RÚV.
Einn keppenda er Alexandra Hernandez og hún er að að sjálfsögðu að keppa fyrir FAS. Hún ætlar að flytja frumsamið lag sem heitir Hjá mér. Alexandra hefur verið þessa vikuna syðra til að undirbúa keppnina. Hún er t.d. búin að vera í upptöku á innslögum hjá RÚV, velja fatnaðinn fyrir laugardagskvöldið og á föstudag mun hún æfa með hljómsveitinni. Hún segist vera spennt og hlakkar til að taka þátt.
Við hvetjum alla til að fylgjast með söngkeppninni í RÚV á laugardaginn og ekki síður til að kjósa Alexöndru. Til að kjósa hana þarf að velja númerið 900-9105.