Alexandra syngur fyrir FAS

03.apr.2024

Söngkeppni framhaldsskólanna verður haldin 6. apríl næstkomandi. Keppnin verður haldin í íþróttahúsinu Iðu á Selfossi. Að þessu sinni taka 23 keppendur þátt. Söngkeppin hefst kukkan 19:45 og verður einnig í beinni útsendingu á RÚV.

Einn keppenda er Alexandra Hernandez og hún er að að sjálfsögðu að keppa fyrir FAS. Hún ætlar að flytja frumsamið lag sem heitir Hjá mér. Alexandra hefur verið þessa vikuna syðra til að undirbúa keppnina. Hún er t.d. búin að vera í upptöku á innslögum hjá RÚV, velja fatnaðinn fyrir laugardagskvöldið og á föstudag mun hún æfa með hljómsveitinni. Hún segist vera spennt og hlakkar til að taka þátt.

Við hvetjum alla til að fylgjast með söngkeppninni í RÚV á laugardaginn og ekki síður til að kjósa Alexöndru. Til að kjósa hana þarf að velja númerið 900-9105.

Aðrar fréttir

Áfram halda opnir dagar

Áfram halda opnir dagar

Það hefur verið nóg um að vera á öðrum degi opinna daga í FAS. Líkt og í gær hófst dagurinn á nokkrum léttum morgunæfingum. Nemendur hafa síðan getað valið um ýmsa atburði og má þar t.d. nefna tölvuleiki, karokí, spil og pússl, snyrtibuddugerð, leiki í íþróttahúsi svo...

Opnir dagar í FAS

Opnir dagar í FAS

Í morgun hófust opnir dagar í FAS og þeir standa yfir í þrjá daga. Þessa daga er ekki hefðbundin kennsla en margt annað í boði. Kristján áfangastjóri hefur veg og vanda að skipulagi opinna daga og kennarar eru honum til aðstoðar. Dagskráin í dag hófst með léttum...

Opnir dagar í næstu viku

Opnir dagar í næstu viku

Áfram flýgur tíminn. Nú er orðið bjart þegar við mætum í skólann og jafnvel má sjá ummerki um að vorið sé í nánd. Í þessari viku hafa staðið yfir miðannarviðtöl og í næstu viku verða opnir dagar en þá er hefðbundið nám sett til hliðar og nemendur fást við eitthvað...