Opnum dögum lýkur – nýr framhaldsskólameistari í Hornafjarðarmanna

13.mar.2024

Í dag er þriðji og síðasti dagur opinna daga og mikið búið að vera um að vera. Morguninn byrjaði líkt og fyrri dagar á morgunleikfimi. Að því loknu fengum við góða gesti. Það voru læknanemar frá Ástráði með fræðslu um kynlíf, kynheilbrigði og samskipti. Í löngu pásunni höfðu nemendur val um það hvort hafragrauturinn yrði snæddur úti eða inni og völdu einhverjir að setjast að snæðingi fyrir utan Nýheima.

Þá var komið að því að spila Hornafjarðarmanna en það hefur verið reglulega gert frá árinu 2004. Það var sjálfur útbreiðslustjórinn Albert Eymundsson sem kom og stýrði spilinu. Í upphafi var spilað á 10 borðum en þegar kom að úrslitaspilinu að þá voru það Agnes Heiða, Gunnar Óli og Ingólfur sem áttust við. Á endanum var það Gunnar Óli sem stóð uppi sem nýkrýndur framhaldsskólameistari og fékk hann að launum miða á árshátíðina sem verður annað kvöld.

Í hádeginu voru grillaðir hamborgarar og að venju voru þeim gerð góð skil. Eftir hádegið var verið að kynna nám í hússtjórnarskólum og lýðháskólum og var sú kynning í höndum Kristjáns og Línu. Þá var hægt að stunda ýmis konar hreyfingu, t.d. að spila fótbolta eða fara í líkamsrækt. Opnum dögum lauk svo með því að nemendur hittust í nokkrum smærri hópum þar sem var verið að meta starfið síðustu daga. Það er skemmst frá því að segja að nemendur eru mjög sáttir við fyrirkomulagið og hafa átt góðar stundir.

Annað kvöld verður svo árshátíð skólans. Borðhaldið verður á Heppunni og ball á eftir á Hafinu.

Aðrar fréttir

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Í dag fór fram útskrift frá FAS. Að þessu sinni útskrifast 10 stúdentar og 16 nemendur úr gunnnámi fjallamennsku. Nýstúdentar eru; Almar Páll Lárusson, Amylee Vitoria Da Silva Trindade, Anna Lára Grétarsdóttir, Atli Steinar Siggeirsson, Filip Orzedowski, Guðjón Arnar...

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Síðasti áfangi í grunnnámi Fjalla-FAS, Lokaferð, kláraðist í vikunni. Í þeim áfanga skipuleggja nemendur í sameiningu sína eigin ferð og leiða hana og kennarar eru þeim innan handar. Nemendur fá tækifæri til að sýna fram á þá færni sem þau hafa öðlast í náminu í...

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Níu annars árs nemendur fóru með þeim Dan Saulite og Ívari F. Finnboga í átta daga vetrarleiðangur á Vatnajökul 15. til 22. maí. Hópurinn fór upp Skáfallsjökul og náði í Grímsvötn á fjórða degi í frábæru veðri. Daginn eftir var brostið á með stormi sem stóð í tvo daga...