Fyrsti dagur opinna daga í FAS

11.mar.2024

Í dag hófust opnir dagar í FAS en þá er hefðbundið nám sett til hliðar í þrjá daga og nemendur fást við allt annað. Skipulagið að þessu sinni er frábrugðið því sem við höfum átt að venjast síðustu ár. Núna eru opnir dagar settir saman úr mörgum smærri viðburðum. Nemendur þurfa að taka þátt í um 20 mismunandi viðburðum til að fá einingu í námsferilinn.

Það hefur heldur betur verið komið víða við í dag. Nemendur byrjuðu daginn á morgunleikfimi á Nýtorgi og í kjölfarið hafa verið kynningar, alls kyns örnámskeið, útivist, kynningar á ýmsum íþróttum utan FAS og svo spilamennska.

Dagurinn hefur gengið ljómandi vel og ekki annað að sjá en allir séu sáttir.

Aðrar fréttir

Á leið til Finnlands

Á leið til Finnlands

Um hádegisbil í dag lagði af stað hópur nemenda ásamt tveimur kennurum áleiðis til Vaala í Finnlandi. Þessi heimsókn er hluti af Nordplus Junior verkefni sem fjallar um náttúrulegar auðlindir og nýtingu þeirra. Auk Finnlands og Íslands taka nemendur frá Noregi þátt í...

Stöðumat og miðannarsamtöl

Stöðumat og miðannarsamtöl

Síðustu daga og vikur hafa nemendur verið að skila ýmsum vinnugögnum til kennara og jafnvel að taka einhver próf. Kennarar nota svo þessi gögn til að meta stöðu nemenda og setja þær upplýsingar í INNU. Þar geta nemendur fengið einkunnirnar G (góður árangur), V...

Rötun og útivist

Rötun og útivist

Sjö daga rötunar- og útivistaráfanga FAS lauk í september þar sem nemendur skipulögðu fimm daga ferð í óbyggðum með allt á bakinu. Áherslur áfangans voru að gera nemendur færa í að skipuleggja ferð á eigin vegum, rata með mismunandi aðferðum, hópastjórnun og...