Í dag hófust opnir dagar í FAS en þá er hefðbundið nám sett til hliðar í þrjá daga og nemendur fást við allt annað. Skipulagið að þessu sinni er frábrugðið því sem við höfum átt að venjast síðustu ár. Núna eru opnir dagar settir saman úr mörgum smærri viðburðum. Nemendur þurfa að taka þátt í um 20 mismunandi viðburðum til að fá einingu í námsferilinn.
Það hefur heldur betur verið komið víða við í dag. Nemendur byrjuðu daginn á morgunleikfimi á Nýtorgi og í kjölfarið hafa verið kynningar, alls kyns örnámskeið, útivist, kynningar á ýmsum íþróttum utan FAS og svo spilamennska.
Dagurinn hefur gengið ljómandi vel og ekki annað að sjá en allir séu sáttir.
-
Morgunleikfimi á Nýtorgi.
-
Morgunleikfimi á Nýtorgi.
-
Í stofu 203 voru námskeið, m.a. var verið að búa til snyrtivörur.
-
Í stofu 203 voru námskeið, m.a. var verið að búa til snyrtivörur.
-
Hér var líka keppt.
-
Nemendur fengu að kynnast starfsemi rafíþróttadeildarinnar.
-
Nemendur fengu að kynnast starfsemi rafíþróttadeildarinnar.
-
Kristín Vala kynnti verkefnið "Ungt fólk og efling byggða".
-
Eftir hádegi var "Gönguferð með Mikka" í boði.
-
Mikki var alsæll með athyglina.
-
Við sáum líka þessar flottu steingervinga í Óslandi.
-
Í íþróttahúsinu var "snjóboltastríð".
-
Í íþróttahúsinu var "snjóboltastríð".
-
Í íþróttahúsinu var "snjóboltastríð".
-
Einn viðburðanna í dag var söguganga um Höfn.
-
Deginum lauk á Nýtorgi með alls konar spilamennsku.
-
Deginum lauk á Nýtorgi með alls konar spilamennsku.
-
Deginum lauk á Nýtorgi með alls konar spilamennsku.