Fyrsta fuglatalning vetrarins

23.jan.2024

Það hefur verið fastur liður um margra ára skeið að nemendur í umhverfis- og auðlindafræði skoði fugla. Staðnemendur fara nokkrum sinnum út í Ósland til að telja en fjarnemendur geta farið á staði í sínu nærumhverfi og velt fyrir sér hvaða fuglategundir þeir sjái og reynt að slá á þá tölu. Samsetning hópsins í umhverfis- og auðlindafræði að þessu sinni er nokkuð sérstök en mun fleiri fjarnemendur eru skráðir en staðnemendur.

Í dag var komið að fyrstu fuglaskoðun annarinnar og eins og oftast áður njótum við fulltingis Björns Gísla hjá Fuglaathugunarstöð Suðausturlands. Auk þess að telja fugla að þá er margt annað sem er vert að velta fyrir sér eins og t.d. hvort fuglarnir séu staðfuglar eða farfuglar. Stundum sjáum við líka svokallaða umferðarfugla sem þá hafa staldrað við í einhvern tíma áður en lengra er haldið. Við erum líka að reyna að sjá mun á karlfuglum og kvenfuglum, hvort fugl sé ungur eða gamall og svo mætti lengi telja. Að sjálfsögðu spáum við líka í veðrið og hvort sé að flæða að eða út.

Það kom hópnum í dag verulega á óvart að í dag var 15 tegundir að sjá sem töldu ríflega 500 einstaklinga. Fyrir ferðina höfðu einhverjir á orði að það myndi nú örugglega ekki sjást mikið í veðri eins og í dag.

Aðrar fréttir

Fjallanámið áfram í FAS

Fjallanámið áfram í FAS

Það er okkur sannarlega mikið gleðiefni að flytja nýjustu tíðindi af stöðu náms í fjallamennsku í FAS.  Næsta vetur mun námið verða í boði með svipuðu sniði og undanfarin ár. Það ár mun verða notað til að finna náminu farveg til framtíðar. Við höfum verið í erfiðum...

Á leið til Noregs

Á leið til Noregs

Við höfum áður sagt frá nemendaskiptaverkefni sem fjallar um náttúrulegar auðlindir og nýtingu þeirra en það verkefni hófst síðastliðið haust. Þetta er tveggja ára verkefni undir merkjum Nordplus og þátttökulöndin eru Finnland, Noregur og Ísland. Í verkefninu er gert...

Vetrarferðamennska

Vetrarferðamennska

Vetrarferðamennskuáfanginn í fjallamennskunáminu hófst með vinnustofu í Reykjavík þar sem nemendur fóru yfir leiðaval, hvernig á að ferðast án ummerkja og notkun á viðleigubúnaði í vetraraðstæðum. Daginn eftir var förinni heitir norður í fjögurra nátta tjaldferðalag...