Fyrsta fuglatalning vetrarins

23.jan.2024

Það hefur verið fastur liður um margra ára skeið að nemendur í umhverfis- og auðlindafræði skoði fugla. Staðnemendur fara nokkrum sinnum út í Ósland til að telja en fjarnemendur geta farið á staði í sínu nærumhverfi og velt fyrir sér hvaða fuglategundir þeir sjái og reynt að slá á þá tölu. Samsetning hópsins í umhverfis- og auðlindafræði að þessu sinni er nokkuð sérstök en mun fleiri fjarnemendur eru skráðir en staðnemendur.

Í dag var komið að fyrstu fuglaskoðun annarinnar og eins og oftast áður njótum við fulltingis Björns Gísla hjá Fuglaathugunarstöð Suðausturlands. Auk þess að telja fugla að þá er margt annað sem er vert að velta fyrir sér eins og t.d. hvort fuglarnir séu staðfuglar eða farfuglar. Stundum sjáum við líka svokallaða umferðarfugla sem þá hafa staldrað við í einhvern tíma áður en lengra er haldið. Við erum líka að reyna að sjá mun á karlfuglum og kvenfuglum, hvort fugl sé ungur eða gamall og svo mætti lengi telja. Að sjálfsögðu spáum við líka í veðrið og hvort sé að flæða að eða út.

Það kom hópnum í dag verulega á óvart að í dag var 15 tegundir að sjá sem töldu ríflega 500 einstaklinga. Fyrir ferðina höfðu einhverjir á orði að það myndi nú örugglega ekki sjást mikið í veðri eins og í dag.

Aðrar fréttir

ForestWell menntaverkefnið

ForestWell menntaverkefnið

ForestWell er eitt af þeim fjölmörgu Erasmus+ menntaverkefnum sem FAS hefur tekið þátt í. Í ForestWell verkefninu er unnið er að gerð námsefnis í samstarfi menntastofnanna og fyrirtækja á sviði markaðsmála og stafrænna lausna frá Danmörku, Finnlandi, Írlandi, Íslandi...

HeimaHöfn – Vinnustofur í FAS

HeimaHöfn – Vinnustofur í FAS

Það er heldur betur búið að vera líflegt í FAS í dag og margt um manninn. Í dag var haldin fyrsta vinnustofan í verkefninu HeimaHöfn en það er samstarfsverkefni Nýheima þekkingarseturs og Sveitarfélagsins Hornafjarðar. Verkefnið felur í sér náið samstarf með ungu...

Burt með allt ofbeldi

Burt með allt ofbeldi

Við höfum ekki farið varhluta af umræðu um aukið ofbeldi í þjóðfélaginu síðustu daga og vikur. Það er mikilvægt að allir taki höndum saman um að sporna við öllu ofbeldi. Bleikur litur er orðinn tákn þess að ofbeldi verði aldrei samþykkt. Undanfarna daga hafa sést víðs...