Fyrsta fuglatalning vetrarins

23.jan.2024

Það hefur verið fastur liður um margra ára skeið að nemendur í umhverfis- og auðlindafræði skoði fugla. Staðnemendur fara nokkrum sinnum út í Ósland til að telja en fjarnemendur geta farið á staði í sínu nærumhverfi og velt fyrir sér hvaða fuglategundir þeir sjái og reynt að slá á þá tölu. Samsetning hópsins í umhverfis- og auðlindafræði að þessu sinni er nokkuð sérstök en mun fleiri fjarnemendur eru skráðir en staðnemendur.

Í dag var komið að fyrstu fuglaskoðun annarinnar og eins og oftast áður njótum við fulltingis Björns Gísla hjá Fuglaathugunarstöð Suðausturlands. Auk þess að telja fugla að þá er margt annað sem er vert að velta fyrir sér eins og t.d. hvort fuglarnir séu staðfuglar eða farfuglar. Stundum sjáum við líka svokallaða umferðarfugla sem þá hafa staldrað við í einhvern tíma áður en lengra er haldið. Við erum líka að reyna að sjá mun á karlfuglum og kvenfuglum, hvort fugl sé ungur eða gamall og svo mætti lengi telja. Að sjálfsögðu spáum við líka í veðrið og hvort sé að flæða að eða út.

Það kom hópnum í dag verulega á óvart að í dag var 15 tegundir að sjá sem töldu ríflega 500 einstaklinga. Fyrir ferðina höfðu einhverjir á orði að það myndi nú örugglega ekki sjást mikið í veðri eins og í dag.

Aðrar fréttir

Áfram halda opnir dagar

Áfram halda opnir dagar

Það hefur verið nóg um að vera á öðrum degi opinna daga í FAS. Líkt og í gær hófst dagurinn á nokkrum léttum morgunæfingum. Nemendur hafa síðan getað valið um ýmsa atburði og má þar t.d. nefna tölvuleiki, karokí, spil og pússl, snyrtibuddugerð, leiki í íþróttahúsi svo...

Opnir dagar í FAS

Opnir dagar í FAS

Í morgun hófust opnir dagar í FAS og þeir standa yfir í þrjá daga. Þessa daga er ekki hefðbundin kennsla en margt annað í boði. Kristján áfangastjóri hefur veg og vanda að skipulagi opinna daga og kennarar eru honum til aðstoðar. Dagskráin í dag hófst með léttum...

Opnir dagar í næstu viku

Opnir dagar í næstu viku

Áfram flýgur tíminn. Nú er orðið bjart þegar við mætum í skólann og jafnvel má sjá ummerki um að vorið sé í nánd. Í þessari viku hafa staðið yfir miðannarviðtöl og í næstu viku verða opnir dagar en þá er hefðbundið nám sett til hliðar og nemendur fást við eitthvað...