Fyrsta fuglatalning vetrarins

23.jan.2024

Það hefur verið fastur liður um margra ára skeið að nemendur í umhverfis- og auðlindafræði skoði fugla. Staðnemendur fara nokkrum sinnum út í Ósland til að telja en fjarnemendur geta farið á staði í sínu nærumhverfi og velt fyrir sér hvaða fuglategundir þeir sjái og reynt að slá á þá tölu. Samsetning hópsins í umhverfis- og auðlindafræði að þessu sinni er nokkuð sérstök en mun fleiri fjarnemendur eru skráðir en staðnemendur.

Í dag var komið að fyrstu fuglaskoðun annarinnar og eins og oftast áður njótum við fulltingis Björns Gísla hjá Fuglaathugunarstöð Suðausturlands. Auk þess að telja fugla að þá er margt annað sem er vert að velta fyrir sér eins og t.d. hvort fuglarnir séu staðfuglar eða farfuglar. Stundum sjáum við líka svokallaða umferðarfugla sem þá hafa staldrað við í einhvern tíma áður en lengra er haldið. Við erum líka að reyna að sjá mun á karlfuglum og kvenfuglum, hvort fugl sé ungur eða gamall og svo mætti lengi telja. Að sjálfsögðu spáum við líka í veðrið og hvort sé að flæða að eða út.

Það kom hópnum í dag verulega á óvart að í dag var 15 tegundir að sjá sem töldu ríflega 500 einstaklinga. Fyrir ferðina höfðu einhverjir á orði að það myndi nú örugglega ekki sjást mikið í veðri eins og í dag.

Aðrar fréttir

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Í dag fór fram útskrift frá FAS. Að þessu sinni útskrifast 10 stúdentar og 16 nemendur úr gunnnámi fjallamennsku. Nýstúdentar eru; Almar Páll Lárusson, Amylee Vitoria Da Silva Trindade, Anna Lára Grétarsdóttir, Atli Steinar Siggeirsson, Filip Orzedowski, Guðjón Arnar...

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Síðasti áfangi í grunnnámi Fjalla-FAS, Lokaferð, kláraðist í vikunni. Í þeim áfanga skipuleggja nemendur í sameiningu sína eigin ferð og leiða hana og kennarar eru þeim innan handar. Nemendur fá tækifæri til að sýna fram á þá færni sem þau hafa öðlast í náminu í...

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Níu annars árs nemendur fóru með þeim Dan Saulite og Ívari F. Finnboga í átta daga vetrarleiðangur á Vatnajökul 15. til 22. maí. Hópurinn fór upp Skáfallsjökul og náði í Grímsvötn á fjórða degi í frábæru veðri. Daginn eftir var brostið á með stormi sem stóð í tvo daga...