Nú er skólastarf vorannarinnar að komast í fullan gang og farið að skýrast hvaða áfanga nemendur ætla að taka. Það er alltaf eitthvað um það að langtímaplön nemenda breytist á milli anna. Því er mikilvægt að skoða stöðuna og breyta ef þarf. Þess vegna hafa staðnemendur verið boðaðir á umsjónarfund á morgun, fimmtudag klukkan 13:20 – 14:05.
Það er líka mikilvægt að upplýsa foreldra. Það verður foreldrafundur á morgun, fimmtudag 11. janúar. Sá fundur verður á Nýtorgi á milli 17 og 18 og verður farið yfir það markverðasta er varðar nýbyrjaða önn. Skólinn býður upp á súpu á fundinum. Við hvetjum foreldra til að mæta, fræðast og taka þátt í umræðum.
Við viljum vekja athygli á því að síðasti dagur fyrir töflubreytingar á þessari önn er föstudagurinn 12. janúar.