Umsjónarfundur og foreldrafundur

10.jan.2024

Nú er skólastarf vorannarinnar að komast í fullan gang og farið að skýrast hvaða áfanga nemendur ætla að taka. Það er alltaf eitthvað um það að langtímaplön nemenda breytist á milli anna. Því er mikilvægt að skoða stöðuna og breyta ef þarf. Þess vegna hafa staðnemendur verið boðaðir á umsjónarfund á morgun, fimmtudag klukkan 13:20 – 14:05.

Það er líka mikilvægt að upplýsa foreldra. Það verður foreldrafundur á morgun, fimmtudag 11. janúar. Sá fundur verður á Nýtorgi á milli 17 og 18 og verður farið yfir það markverðasta er varðar nýbyrjaða önn. Skólinn býður upp á súpu á fundinum. Við hvetjum foreldra til að mæta, fræðast og taka þátt í umræðum.

Við viljum vekja athygli á því að síðasti dagur fyrir töflubreytingar á þessari önn er föstudagurinn 12. janúar.

Aðrar fréttir

Nám í landvörslu við FAS

Nám í landvörslu við FAS

Í síðustu viku sögðum við frá því að það hefði náðst samkomulag um að halda áfram námi í fjallamennsku út skólaárið og fögnum við þeim áfanga. Á næstu vorönn verður í boði í fjallanáminu valáfangi sem heitir „Landvarsla“. FAS fékk fyrir stuttu staðfest leyfi...

Fréttir af fjallamennskunámi FAS

Fréttir af fjallamennskunámi FAS

Síðustu vikur og mánuði hefur mikið verið í gangi varðandi fjallamennskunámið í FAS. Í upphafi skólaárs var staðan sú að námið var tryggt fram að áramótum en framhaldið óljóst. Mikil vinna hefur átt sér stað undanfarið sem margir hafa komið að, ekki síst fulltrúar...

Lesið í landið

Lesið í landið

Það hefur lengi verið lögð áhersla á ýmis konar náttúruskoðun í FAS. Í marga áratugi var sérstaklega fylgst með skriðjöklum og reynt að mæla hvort þeir væru að ganga fram eða hopa. Flestar ferðirnar með nemendur voru að Heinabergsjökli. Þá var mæld fjarlægð frá...