Umsjónarfundur og foreldrafundur

10.jan.2024

Nú er skólastarf vorannarinnar að komast í fullan gang og farið að skýrast hvaða áfanga nemendur ætla að taka. Það er alltaf eitthvað um það að langtímaplön nemenda breytist á milli anna. Því er mikilvægt að skoða stöðuna og breyta ef þarf. Þess vegna hafa staðnemendur verið boðaðir á umsjónarfund á morgun, fimmtudag klukkan 13:20 – 14:05.

Það er líka mikilvægt að upplýsa foreldra. Það verður foreldrafundur á morgun, fimmtudag 11. janúar. Sá fundur verður á Nýtorgi á milli 17 og 18 og verður farið yfir það markverðasta er varðar nýbyrjaða önn. Skólinn býður upp á súpu á fundinum. Við hvetjum foreldra til að mæta, fræðast og taka þátt í umræðum.

Við viljum vekja athygli á því að síðasti dagur fyrir töflubreytingar á þessari önn er föstudagurinn 12. janúar.

Aðrar fréttir

Umhverfisdagur Nýheima

Umhverfisdagur Nýheima

Það er vel við hæfi á síðasta degi vetrar að taka til hendinni og hreinsa og tína drasl sem hefur fallið til í vetur. Eins og svo oft áður efndu íbúar Nýheima til hreinsunardags þar sem allir sem geta leggja hönd á plóg. Það er búið að tína rusl, sópa, hreinsa á milli...

Fjallanámið áfram í FAS

Fjallanámið áfram í FAS

Það er okkur sannarlega mikið gleðiefni að flytja nýjustu tíðindi af stöðu náms í fjallamennsku í FAS.  Næsta vetur mun námið verða í boði með svipuðu sniði og undanfarin ár. Það ár mun verða notað til að finna náminu farveg til framtíðar. Við höfum verið í erfiðum...

Á leið til Noregs

Á leið til Noregs

Við höfum áður sagt frá nemendaskiptaverkefni sem fjallar um náttúrulegar auðlindir og nýtingu þeirra en það verkefni hófst síðastliðið haust. Þetta er tveggja ára verkefni undir merkjum Nordplus og þátttökulöndin eru Finnland, Noregur og Ísland. Í verkefninu er gert...